South Park-höfundarnir Trey Parker og Matt Stone er rétt í þessu búnir að staðfesta að næsta bíómyndin sem þeir munu tækla í fullri lengd verður kvikmyndaútfærsla á Broadway gamansöngleik sem þeir sömdu, The Book of Mormon.
Leikritið segir frá tveimur mormónum sem leggja í kostulegan leiðangur til Úganda til að smala fleiri aðilum í trúnna sína, og eins og þeir sem sáu Cannibal: The Musical, South Park-bíómyndina og Team America vita vel að lögin sem þeir Parker og Stone semja eru sjaldnast í hvorki hefðbundari né smekklegri kantinum. The Book of Mormon-sýningin hefur verið mestmegnis uppseld síðan í vor.
Parker, sem hefur gegnt leikstjórarullunni í gegnum allar þessar myndir, segist hins vegar ekki vera með neitt skipulag á þessu ennþá. Hann er bara rétt nýbyrjaður að sýna þessu áhuga og er átt von á því að forvinnsla myndarinnar hefjist á næstu mánuðum.
Hvert er ykkar uppáhalds lag frá South Park-höfundunum?
Allir eiga sér a.m.k. eitt!


