Ný mynd um Spawn

Todd McFarlane, höfundur myndasögupersónunnar Spawn, hefur uppljóstrað því að hann sé byrjaður vinnu á nýrri Spawn mynd. Hann er búinn að vera með hugmynd að nýrri mynd í 7-8 ár segir hann. McFarlane notaðist við samskiptasíðuna twitter til þess að koma þessu á framfæri en hann vildi einnig segja aðdáendum að þetta yrði ekki framhald af hinni vægast sagt lélegu 1997 mynd, Spawn. Heldur yrði þetta alveg sjálfstæð mynd.

McFarlane lofar því að myndin verðu R-rated, „Creepy and scary“. Og að þetta verði mynd fyrir eldri og þroskaðari áhorfendur eins og myndin Departed.