Ný og aðgengileg DVD síða á kvikmyndir.is

Kvikmyndir.is hefur sett í loftið glænýja og uppfærða DVD síðu þar sem gefst frábært yfirlit á einum stað yfir þær myndir sem væntanlegar eru á DVD og þær sem nýlega eru komnar út. Þessi síða er undir DVD flipanum efst á síðunni.

Við vonum að þessar breytingar falli ykkur notendum vel í geð og hjálpi ykkur að velja DVD myndir til að horfa á uppi í sófa í kvöld og gefi ykkur eitthvað til að hlakka til hvað varðar myndir sem væntanlegar eru.