Ég held að margir geta verið sammála því að G.I. Joe: Retaliation lítur aðeins betur út en maður bjóst við. Fyrri myndin, sem Stephen Sommers leikstýrði, féll ekkert sérstaklega vel í kramið hjá kvikmyndaáhugamönnum eða gagnrýnendum, en það er aldrei að vita nema framhaldsmyndin bæti upp fyrir hana með hárréttum skammti af heimsku fjöri og teiknimyndalegum töffaraskap. Sýnishornin voru þrusufín og ekki eru glænýju karakter-plakötin amaleg heldur.
Myndin verður frumsýnd í lok júní. Leikstjóri er nokkur Jon. M Chu, sem þekktastur er fyrir Step Up 2 the Streets, Step Up 3D og Bieber-heimildarmyndina Never Say Never. Sennilega segir það eitthvað, þó ég sé ekki alveg viss um nákvæmlega hvað.
Hvernig fannst þér G.I. Joe: The Rise of Cobra?
Heldurðu að þessi verði betri/verri?