Ný stikla fyrir íslensku fjölskyldumyndina L7: Hrafnar, Sóleyjar og Myrra er komin á netið. Myndin fjallar um Láru, 13 ára stelpu sem missti nýlega föður sinn í bílslysi, og dregst í sorg sinni inn í dularfulla atburðarás þar sem hún þarf að gerast leikari, spæjari og hetja, til að sameina fjölskyldu og nýja vini gegn illum öflum.
Með aðalhlutverkið fer Victoria Björk Ferrell, og ásamt henni fara Laddi, Edda Björgvinsdóttir, og Magnús Ólafsson með stór hlutverk. Handrit og leikstjórn var í höndum Eyrúnar Óskar Jónsdóttur og Helga Sverrissonar. Er þetta fyrsta kvikmynd Eyrúnar, en Helgi á að baki fjölskyldumyndina Didda og dauði kötturinn frá 2003. Skemmtilegt viðtal við Eyrúnu má finna á hafnfirska fréttavefnum www.gaflari.is
Myndin kemur í bíó 30. september! Smellið hér til að sjá stikluna