Ný stikla fyrir gamanmyndina 22 Jump Street, með þeim Channing Tatum og Jonah Hill í aðalhlutverkum, er komin út.
Myndin er byggð á lögguþáttum frá níunda áratug síðustu aldar sem voru með Johnny Depp í aðalhlutverkinu. Myndin er framhald myndarinnar 21 Jump Street sem var frumsýnd árið 2012.
Í myndinni fara lögreglumennirnir Jenko (Channing Tatum) og Schmidt (Jonah Hill) aftur í menntaskóla til að sinna leynilögreglustörfum. En þegar Jenko hittir sálufélaga sinn á fótboltavellinum, og Schmidt laumar sér inn í listaklúbbinn, þá byrja þeir að spyrja sig spurninga um hvorn annan og samband sitt. Núna þurfa þeir ekki einungis að leysa lögreglumál – þeir verða að finna út úr því hvort þeir geti átt í alvöru sambandi. Ef þessir tveir ofvöxnu unglingar geta þroskast úr busum í alvöru menn, þá gæti framhaldsskólinn verið það besta sem komið hefur fyrir þá.
Phil Lord og Christopher Miller leikstýra þessari mynd eins og þeirri fyrstu en 21 Jump Street sló í gegn og þénaði meira en 200 milljónir Bandaríkjadala í miðasölunni.
22 Jump Street verður frumsýnd þann 13. júní næstkomandi. Sjáðu stikluna hér fyrir neðan.