Búið er að birta teaser-trailer, eða smástiklu (hver er eiginlega íslenska þýðingin á þessu?), úr gamanmynd sem lofar nokkuð góðu og nefnist Due Date. Það er sjálfur Iron Man, Robert Downay Jr. og Zack Galifianakis úr Hangover, sem leika aðalhlutverkin. Myndinni er leikstýrt af Todd Philips og meðal meðleikara eru Michelle Monaghan, Jamie Foxx og Alan Arkin.
Myndin fjallar um mann (Downey) sem á von á sínu fyrsta barni eftir aðeins fimm daga, en vegna ýmissa óhappa, þá missir hann af flugi til Atlanta, og neyðist til að fá far hjá Ethan (Galifianakis). Ferðalagið snýst upp í ferð yfir þver og endilöng Bandaríkin með tilheyrandi uppákomum, sem reyna svo um munar á faðirinn tilvonandi.

