Þegar maður sér bíóplaköt með lélega Photoshop-vinnu vildi maður óska að fleiri myndu fara sígildu Drew Struzan-leiðina, en í fáeinum tilfellum er manni sama um hönnunina og sáttur með þá áminningu að eitthvað merkilegt sé handan við hornið.
Ef nýja Avengers-plakatið myndi ekkert sýna annað en fljótandi hausa myndu fréttirnar vera varla neitt síðri vegna þess að það sýnir manni að það er styttra í myndina en maður hélt. Sem betur fer sýnir plakatið aðeins meira og vissulega kitlar manni á réttum stöðum við sjónina og tilhugsunina. Og bara svo það komi fram þá var undirritaður mun spenntari fyrir þessu kvikindi eftir að hann las þessa frétt.
Myndin verður frumsýnd í lok apríl. Viku á undan bandaríkjamönnum (gott á þá!). Hér er plakatið í allri sinni dýrð.
PS. Vissuð þið að myndin hefur hlotið heitið Avengers Assemble í bretlandi?? Kannski eitthvað gert til að forðast tenginguna við samnefnda spæjaradótið.