Empire kvikmyndaritið frumsýndi nú í dag nýjar myndir úr stórmynd Darren Aronofsky Noah, sem tekin var hér á landi síðasta sumar. John Logan, handritshöfundur Gladiator, skrifaði handrit myndarinnar.
Myndin fjallar eins og flestir ættu að vita, um Nóa úr Biblíunni sem smíðaði Örk og bjargaði kven- og karldýri af hverri tegund um borð í Örkina þegar syndaflóðið skall á Jörðinni.
Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan:
Það er að sjálfsögðu Russell Crowe, á efstu myndinni, sem leikur Nóa. Á næstu mynd þar fyrir neðan er Ila, samstarfskona Shem, sem er sonur Nóa. Emma Watson leikur Ila og Logan Lerman, leikur Shem.
Anthony Hopkins á mynd númer 3 leikur síðan afa Nóa, Methusalem.
Á neðstu myndinni er hinn geðþekki breski leikari Ray Winston í ham, en hann leikur persónu sem ekki er enn vitað hvað heitir, og er óvinur Nóa.
Hér má sjá fleiri myndir úr fjölskyldualbúmi Noah.
Noah verður frumsýnd 28. mars, 2014.