Margir Íslendingar muna eftir sjónvarpsþáttunum vinsælu Rætur, eða Roots, sem sýndir voru hér á landi á áttunda áratug síðustu aldar. Deadline kvikmyndavefurinn segir frá því að nú standi til að endurgera seríuna, sem er frá árinu 1977.
Það er History Channel sem mun endurgera seríuna, en sjónvarpsstöðin keypti réttinn til þess af Mark Wolper, syni aðalframleiðanda upprunalegu þáttanna, David L. Wolper. Einnig keypti stöðin kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Roots: The Saga of an American Family, frá árinu 1976.
Þættirnir í seríunni verða 8 talsins.
Roots var frumsýnd á ABC sjónvarpsstöðinni í janúar árið 1977 og vann níu Emmy verðlaun. Lokaþáttur seríunnar er í þriðja sæti yfir mesta áhorf í sjónvarpssögunni, 100 milljón áhorfendur.