Nýr Harry Potter trailer!

Það styttist óhugnanlega mikið í upphafið að endalokunum og Potter-fíklar víða um heim eru eflaust þegar farnir að fella sorgar- og gleðitár. Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1 er væntanleg nú í nóvember. Ég vænti þess að flestir hafi horft á epíska trailerinn fyrir báða hlutanna sem var gefinn út í sumar, en nú er kominn glænýr trailer sem sýnir einungis úr „Part 1.“

Það er fátt sem ég get sagt annað en: Njótið heil!

T.V.

PS. Reiknað er með því að Part 1 verði í kringum 145-150 mínútur að lengd, ef þið skilduð vera forvitin um það.

Nýr Harry Potter trailer


Þá er loks kominn trailer fyrir síðustu Harry Potter-myndina (sem er gerð eftir sjöundu og síðustu bókinni), sem verður gefin út í tveimur hlutum (samkvæmt Warner Bros. Þeir neita að kalla þetta tvær sitthvorar myndirnar). Harry Potter and the Deathly Hallows: Part I kemur í bíó í nóvember og seinni hlutann á þessari tröllamynd lítur dagsins ljós eftir cirka ár.

Trailerinn má sjá hér og einnig á forsíðunni.

T.V.