Ein testesterón-úttroðnasta hasarmynd síðari ára er væntanleg í bíó síðar í sumar, en með hlutverk í myndinni fara vöðvabúnt eins og Óskarsverðlaunahafinn Sylvester Stallone og ríkisstjóri Kaliforníu Arnold Schwhartzenegger, ódrepandi harðnaglar eins og Bruce Willis og Jason Statham og slagsmálahundar eins og Jet Lee og Mickey Rourke.
Það er varla hægt að hafa það betra. Og ekki er sagan af verri endanum heldur, en myndin fjallar í mjög stuttu máli um hóp málaliða sem fer til Suður Ameríku til að koma einræðisherra frá völdum. Ég held að einræðisherrann ætti að leggja strax á flótta.
Hér fyrir neðan er nýr trailer úr myndinni:

