HBO Max á Íslandi býður í nóvember upp á fjölbreytt úrval nýrra þáttaraða, heimildarmynda og kvikmynda. Meðal stærstu nýjunganna eru franska stórserían The Seduction, nýr HBO Original gamanþáttur með Rachel Sennott, I Love LA, og hinn töfrandi bakstursheimur Harry Potter: Wizards of Baking sem snýr aftur með nýrri þáttaröð.
HBO Max er innifalið í áskrift að Sjónvarpi Símans Premium. Það eina sem þarf að gera er að stofna aðgang að HBO Max í gegnum Símann og sækja HBO Max appið.
Harry Potter: Wizards of Baking
Frumsýnt 3. nóvember
Aðdáendur galdraheims J.K. Rowling geta hlakkað til, því Harry Potter: Wizards of Baking snýr aftur með nýja þáttaröð þar sem töfrandi eftirréttir og skapandi bakstur mætast í einni sætustu keppni ársins. Bræðurnir James og Oliver Phelps (Fred og George Weasley) stýra þáttunum um bakstur, en meðal gestadómara eru Warwick Davis, Afshan Azad og Devon Murray.
I Love LA
Frumsýnt 3. nóvember
Rachel Sennott (Bottoms, Shiva Baby) fer með aðalhlutverk í nýrri HBO Original gamanseríu sem fylgir metnaðarfullum vinahópi í Los Angeles þar sem ást, vinátta og dramatík fléttast saman. Meðal leikara eru Rachel Sennott, Josh Hutcherson, Odessa A’zion og Jordan Firstman, auk gestastjarna á borð við Leighton Meester og Elijah Wood.
The Seduction
Frumsýnt 14. nóvember
Vald, ást og hefnd fléttast saman í þessari stórbrotu frönsku HBO-seríu sem byggð er á Les Liaisons Dangereuses. Marquise de Merteuil, svikin af Valmont, leggur af stað í hættulegt ferðalag til að verða áhrifamesta fylgdarkona Parísar.
Í aðalhlutverkum eru Anamaria Vartolomei, Diane Kruger, Vincent Lacoste og Lucas Bravo.
Annað efni í nóvember
2. nóvember
Sister Wives, 20. þáttaröð
7. nóvember
Expediente Vallecas (The Vallecas File)
10. nóvember
A Body in the Basement, 2. þáttaröð
13. nóvember
Angela Diniz: Murdered and Convicted
25. nóvember
Gold Rush, 16. þáttaröð
27. nóvember
Baylen Out Loud, 2. þáttaröð
George Harrison: Living in the Material World
28. nóvember
Obsession: The Murder of a Beauty Queen
29. nóvember
The Friday the 13th Murders
Kvikmyndir og heimildarmyndir í nóvember
5. nóvember
Turtles All the Way Down – tilfinningaþrungin kvikmynd byggð á metsölubók John Green.
19. nóvember
Thoughts & Prayers – áhrifamikil heimildarmynd sem fjallar um samfélagsleg áhrif ofbeldis og viðbrögð við harmleik.
Nóvember á HBO Max býður upp á dramatík, húmor, ástríðu og galdra, fullkomið tækifæri til að vefja sig í teppi og njóta gæðaefnis nú þegar veturinn er genginn í garð.






