50 nýjar stillur og nokkur alþjóðleg plaköt úr stripparamynd Steven Soderbergh, Magic Mike, voru að berast og ég lýg engu þegar ég segi að þetta er sannkallað augnakonfekt.
Þið getið kíkt á hin plakötin hérna.
Svo eru það stillurnar, heil 50 stykki! Það er ekkert verið að spara góðgætið, kíkið á nokkrar vel valdar hér fyrir neðan.
Matt Bomer (White Collar) tæklar sjóliðafantasíuna.
Channing Tatum eitthvað leiður baksviðs.
Joe Manganiello (True Blood) sýnir hvernig slökkviliðsmenn bera sig að.
Adam Rodriguez (CSI:Miami) kann á dömurnar.
Ætla rétt að vona að það sé góð ástæða fyrir þessum klæðnaði herra McConaughey en hér er hann með Alex Pettyfer (I am number four).
Áhugaverð stripprútína í gangi hér.
Búningarnir í myndinni eru mjög góðir.
Ef ykkur þyrstir í fleiri stillur er um að gera að kíkja hér. Eins og áður hefur komið fram er myndin byggð á fortíð Channing Tatum í strippinu, fortíð sem hann skammast sín greinilega ekkert fyrir og við erum öll þakklát fyrir það er það ekki? Magic Mike kemur í bíó 13. júlí.