Nýtt hjá Harrison Ford

Harrison Ford mun leika í kvikmynd byggðri á ævi hjálparstarfsmannins Fred Cuny. Cuny þessi ferðaðist til Tsjetsjeníu (?) og hjálpaði þar 40.000 eldri borgurum að flýja úr landinu meðan á borgarastyrjöld stóð. Hann var síðan myrtur, að því talið er af útsendurum leyniþjónustu landsins. Alejandro Inarritu ( Amores Perros ) mun leikstýra myndinni, Ford mun sjálfur framleiða hana og handritið er skrifað af William Nicholson ( Gladiator ). Tökur á þessari mynd hefjast um leið og Ford er búinn að kynna nýjustu mynd sína, K-19: The Widowmaker sem landi vor Ingvar Sigurðsson leikur einmitt í og verður frumsýnd vestra í júní. Það sem þetta þýðir þó fyrst og fremst er að tökur á Indiana Jones hefjast ekki fyrr en í fyrsta lagi snemma 2004 🙁