Sena frumsýnir gamanmyndina Masterminds á föstudaginn næsta, þann 28. október, í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri.
David Ghantt er næturvörður sem vinnur hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í flutningum í brynvörðum bílum, í suðurríkjum Bandaríkjanna. Líf hans er tilbreytingarlaust. Hann keyrir um göturnar dag eftir dag, með milljarða af peningum annarra manna og sér enga undankomuleið frá þessu leiðindalífi.
Hann er hrifinn af samstarfsaðila sínum, Kelly Campbell, sem fær hann til að taka þátt í ótrúlegu ævintýri sem honum sjálfum hefði aldrei getað dottið í hug: Þau, ásamt hópi af vitgrönnum glæpamönnum, skipuleggja eitt stærsta bankarán sögunnar.
Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Meðal leikarar eru Zach Galifianakis, Kristen Wiig, Kate McKinnon, Leslie Jones, Owen Wilson og Jason Sudeikis.
Áhugaverðir punktar til gamans:
- Sannleikurinn er oft ótrúlegri en skáldskapurinn og það þykir hafa sýnt sig vel í þeirri atburðarás sem Masterminds byggir á. Þeir sem gaman hafa af því að kynna sér fyndnar sögur eru hvattir til að
lesa sér til um þetta sérstaka bankarán á t.d. Wikipediu, en það er jafnframt næststærsta peningarán í sögu Bandaríkjanna. Einnig má finna fréttamyndir frá rannsókn lögreglunnar og viðtal við David um málið á YouTube þar sem hann fer yfir hvað gerðist.