Ný singalong útgáfa af söng- og gamanmyndinni Með allt á hreinu eftir Ágúst Guðmundsson verður sýnd á Gamanmyndahátíð Flateyrar sem haldin verður í fyrsta sinn helgina 25.-28. ágúst nk. Á hátíðinni verða sýndar tæplega 30 íslenskar gamanmyndir auk þess sem boðið verður upp á fjölda annarra viðburða.
Stærsti hluti hátíðarinnar fer fram í Tankinum, sem er 90 ára gamall bræðslutankur.
Í tilkynningu frá hátíðinni segir að Ágúst Guðmundsson muni fylgja Með allt á hreinu vestur og segja áður ósagðar sögur frá gerð myndarinnar „og gíra áhorfendur upp fyrir þessa fyrstu íslensku sing-along sýningu. – Þá er aldrei að vita nema að einhverjir Stuðmenn láti sjá sig líka.“
Þá mun Hugleikur Dagson einnig mæta vestur og frumsýna fyrsta þáttinn í sinni nýju seríu, Hulla 2.
Fimm frumsýningar
Alls verða fimm nýjar íslenskar gamanmyndir frumsýndar á hátíðinni: Aukaleikarar (Emil Alfreð Emilsson) , Mellon (Sveinbjörn Óli Ólason), Nöllið (Önundur Pálsson), Skuggsjá (Magnús Ingvar Bjarnason), Himinn og jörð (Aron Þór Leifsson)
Hugmyndin að hátíðinni vaknaði þegar Eyþór Jóvinsson og Ársæll Níelsson sátu saman á annarri kvikmyndahátíð þar sem dramatíkin og þunglyndið var gjörsamlega að gera útaf við áhorfendur, “ … þar til fyrsta og eina gamanmyndin þann daginn var sýnd, og salurinn lyftist allur upp. – Þar kviknaði hugmyndin um að reyna að búa til skemmtilega kvikmyndahátíð, þar sem gamanið ræður för,“ segir í tilkynningunni.
Dagskrá hátíðarinnar
Fimmtudagur 25. ágúst
22:30 – Vagninn
Uppistand með Hugleiki Dagssyni og Bylgju Babýlons.
Föstudagur 26. ágúst
18:00 – Hvalbeinið fyrir framan kirkjuna
Hláturjóga undir handleiðslu Bjargar.
19:00 – Samkomuhúsið
Vestfirskar stuttmyndir
Hjónabandssæla – 15 mín
Babel – 9 mín
Minnismiðar – 1 mín
Nöllið – 6 mín
Skuggsjá – 15 mín
Ef veður leyfir – 20 mín
Leikstjórar svara spurninum úr sal.
21:00 – Samkomuhúsið
Með allt á hreinu – Heimsfrumsýning á sérstakri Sing-Along útgáfu af myndinni.
Leikstjóri og Stuðmenn verða viðstaddir og segja okkur sögurnar á bakvið myndina.
24:00 – Vagninn
Glaði og gaman fram á nótt.
Laugardagur 27. ágúst
11:00 – Tankurinn
No Homo – 16 mín
Einhyrningurinn – 15 mín
Aukaleikarar – 12 mín
Skröltormar – 23 mín
Leitin af Livingston – 17 mín
Leikstjórar svara spurninum úr sal.
13:00 – Tankurinn
Karmellumyndin – 13 mín
Gunna – 20 mín
Leyndarmál – 13 mín
Mellon – 15 mín
Vetlingaveður – 15 mín
Leikstjórar svara spurninum úr sal.
15:00 – Tankurinn
Þegar kanínur fljúga – 22 mín
Crew – 21 mín
Himinn og jörð – 11 mín
Afi Mannsi – 14 mín
Leikstjórar svara spurninum úr sal.
17:00 – Tankurinn
Finndið – 60 mín
Hulli 2 – 25 mín – Frumsýning á fyrsta þætti úr nýrri seríu.
Hugleikur Dagsson svarar spurningum úr sal.
21:00 – Tankurinn
Landsliðið – 60 mín
Leikstjórar svara spurninum úr sal.
22:30 – Tankurinn
Áhorfendakosning og fyndnasta mynd hátíðarinnar verðlaunuð.
24:00 – Vagninn
Sveitaball með Greifunum.
Sunnudagur 28. ágúst
13:00-16:00 – Sundlaugin
Þynnkubíó – Gamlar íslenskar gamanmyndir sýndar í sundlauginni.
Ókeypis er á alla viðburði hátíðarinnar, fyrir utan sveitaballið með Greifunum.