Nýtt plakat fyrir Final Destination 5

Dauðinn heldur áfram að hrella heldur óheppna unglinga í fimmtu myndinni í Final Destination-seríunni vinsælu, en nú rétt í þessu var birt splunkunýtt plakat fyrir myndina.

Í Final Destination 5, rétt eins og í fyrri myndunum, veldur framtíðarsýn eins manns því að hópur fólks sleppur óhult þegar heil brú fellur saman. En þau áttu að sjálfsögðu að láta lífið og er Dauðinn ekki par sáttur, en hópurinn þarf að komast til botns í málinu áður en dauðanum tekst að leiðrétt mistökin.

Nýtt plakat fyrir Final Destination 5

Nú styttist óðum í frumsýningu Final Destination 5 og kominn tími á frumsýningu á plakati, sem sést hér að neðan.

Miðað við steypustyrktarjárnin sem koma á móti manni út úr hauskúpunni, þá er myndin greinilega í þrívídd. Söguþráðurinn er á þá leið að stórslys verður er hengibrú hrynur, og eftirlifendur þurfa að takast á við eftirleikinn, sem inniheldur ýmiskonar hrylling.
Framleiðendur segja að tvær aðrar myndir séu í pípunum auk þessarar, en það fer auðvitað eftir gengi FD 5. Steven Quale leikstýrir, en myndin verður frumsýnd í Bretlandi þann 26. ágúst nk.