Margir bíða nú spenntir eftir nýju Marvel ofurhetju sjónvarpsseríunni Agents of S.H.I.E.L.D. sem frumsýndir verða í haust í Bandaríkjunum, eða 24. september nánar tiltekið.
Mikil leynd hefur hvílt yfir þáttunum en fyrsti þátturinn, eða svokallaður Pilot þáttur, var sýndur í gær á blaðamannafundi Television Critics Association í Los Angeles. Þættirnir eru runnir undan rifjum framleiðandans og leikstjórans Joss Whedon, leikstjóra Avengers kvikmyndanna, og gerast í sama heimi og þær myndir.
Á fundinum var einnig frumsýnt fyrsta plakatið fyrir þættina sem sjá má hér fyrir neðan:
Á fundinum var Whedon spurður um skörun á milli Marvel kvikmyndanna sem væntanlegar eru, Captain America: Winter Soldier, Thor: The Dark World og Avengers 2 við sjónvarpsþættina. Whedon svaraði og sagði m.a. að skörunin yrði eins mikil og hægt væri að leyfa. Einnig sagði hann að þættirnir yrðu að vera líka fyrir fólk sem ekki hefði séð kvikmyndirnar.
Ekki er vitað nákvæmlega hvað þættirnir ganga út á en þeir eru sagðir verið hliðarsaga út frá the Avengers kvikmyndinni og gerast í njósnastofnuninni S.H.I.E.L.D. sem vinnur með teymi ofurhetja þegar þær eru að vinna í verkefnum. Það er Agent Coulson, leikinn af Clark Gregg, sem veitir teyminu forystu, en hann lést í fyrstu Avengers myndinni en ( ekki lesa áfram ef þú vilt ekki vita meira ) reynist ekki vera dáinn.
Myndin kynnir til sögunnar nýjar bardagahetjur og tölvunirði, og ný tæki, tól og farartæki.
Samkvæmt grein í blaðinu Time þá er fyrsti þátturinn fjörugur, áferðarfagur og fyndinn, en meira er ekki gefið upp að svo stöddu.