Ofurhetjuhundur bjargar heiminum

Já, þið lásuð rétt, ofurhetjuhundur bjargar heiminum í myndinni Underdog. Myndin er byggð á vinsælli teiknimynd frá 1960 sem fjallar um hund með ofurhetjukrafta. Myndin er hins vegar ekki alfarið teiknimynd heldur blanda af leiknum atriðum og tölvutæknibrellum.

23 hundar voru notaðir við tökur fyrir hin ýmsu hlutverk, svo að starfsmenn myndarinnar hafa haft í nógu að snúast við að passa upp á alla hundana. Til þess að gera myndina sem raunverulegasta voru hundarnir látnir gera sum áhættuatriðin, en aðeins ef hægt var að tryggja öryggi þeirra. Það er sem sagt öruggt að segja að engin dýr hafi skaðast við gerð myndarinnar.