Að mínu mati er fátt meira pirrandi en að horfa á íþróttamenn reyna fyrir sér í kvikmyndum. Þeir standa sig oftar en ekki illa, eru mjög asnalegir og geta hreint út sagt eyðilagt heilu kvikmyndirnar. Ég er ennþá að fá martraðir eftir að hafa séð Kazaam þegar ég var krakki.
Ég reikna nú ekki með því að fólk taki mark á því sem ég er að segja. Ég vona hins vegar að þú, lesandi góður, berir ögn meiri virðingu fyrir Gary Oldman, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið í myndum eins og The Dark Knight, León, Dracula og The Fifth Element. Hann kom fram í atriði hjá Jimmy Kimmel fyrir stuttu og hafði eftirfarandi að segja.
AMEN. Ég er á því að það sé hægt að yfirfæra þetta úr körfuboltaspilurum í íþróttafólk almennt. Líka tónlistarmenn. Rihanna í Battleship ? Flea í Big Lebowski ? Nei takk