Leikstjórinn Oliver Stone er núna að búa til handrit fyrir næstu mynd sína sem mun fjalla um forseta Bandaríkjanna, George W.Bush. Oliver Stoner er mikill og opinber gagnrýnandi á stjórnarfar þessa óvinsæla forseta en hann mun hafa sagt að Josh Brolin, sem sló nú síðast í gegn í myndinni No Country for Old Men, komi sterklega til greina til að leika Bush.
„Ég ætla ekki að gera hreina áróðursmynd gegn Bush heldur ætla ég að reyna að fara sömu leið og var farið með The Queen til að greina frá helstu drifkröftum forsetans og líf hans í embætti. Ég er orðinn þreyttur á því að fólk greini frá pólitískum skoðunum mínum í sífellu og breyti þeim í klisju. Ég er dramatískur maður sem hefur mikinn áhuga á fólk og lít sömu augum á Bush eins og ég lít á Castro, Nixon, Jim Morrison, Jim Garrison og Alexander Mikla. Myndin mun bera sanngjarna mynd af Bush og mun innihalda óvænta hluti fyrir bæði aðdáendur forsetans og einnig fyrir þá sem hata hann.“ sagði Stone í viðtal við tímaritið Variety.
Tökur á myndinni gætu hafist strax í Apríl.

