Náðu í appið
No Country for Old Men

No Country for Old Men (2007)

"There Are No Clean Getaways"

2 klst 2 mín2007

Veiðimaður að nafni Llewely Moss finnur tvær milljónir dollara í reiðufé, dóp og fullt af líkum nálægt ánni Rio Grande.

Rotten Tomatoes93%
Metacritic92
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Söguþráður

Veiðimaður að nafni Llewely Moss finnur tvær milljónir dollara í reiðufé, dóp og fullt af líkum nálægt ánni Rio Grande. Eftir það lendir hann í vandræðum. Hann freistast til að taka peningana og er í kjölfarið hundeltur af Anton Chigurh, leigumorðingja sem var ráðinn til að ná í peningana. Chigurh er vægast sagt morðóður og lætur hendingu ráða því hvort hann drepi ókunnugt fólk sem á vegi hans verður. Um sama leyti reynir lögreglustjórinn Ed Tom Bell að henda reiður á atburðarrásina og vernda Moss en hann hefur ekki mikinn tíma því málaliðinn Carson Wells hefur verið ráðinn til að ná í peningana á undan Chigurh.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

MiramaxUS
Paramount VantageUS
Scott Rudin ProductionsUS
Mike Zoss ProductionsUS

Verðlaun

🏆

Fern Óskarsverðlaun. Besta mynd ársins, besta handrit, besta leikstjórn og Javier Bardem fékk Óskarinn fyrir leik. Bardem fékk einnig Golden Globe, og Coen bræður fyrir handrit.

Gagnrýni notenda (7)

Með betri myndum....

★★★★★

 No Contry for old men er klárlega ein af bestu myndum sem ég hef séð. Samtölin snilld, leikararnir stóðu sig frábærlega og svo sagan frábær. Javier Bardem frábær sem kaldrifjaður m...

Ekkert Land fyrir Gamla Menn

★★★★☆

Þessi mynd hefur verið að fá glimrandi dóma auk óskarsverðlaun fyrir besta mynd en ég get því miður ekki tekið 100% undir það. No Country for Old Men hefur að vísu sér margt til ágæ...

ein besta mynd en sem komið er

No Country For Old Men er alveg ótrulega góð. Coen bræður sanna en og aftur hversu góðir leikstjórar þeir eru. Leikararnir eyðileggja ekki fyrir. Tommy Lee Jones leikur fógeta(sheriff) í T...

Spennutryllir fyrir hugsandi fólk

★★★★★

No Country for Old Men er hreint út sagt stórkostleg kvikmynd sem að verður aðeins betri og betri með hverju áhorfi. Ég hef þegar séð myndina tvisvar og hefur álitið e.t.v. hækkað síð...

Ég vil byrja með að segja að ég hef aldrei séð hvað á að vera svona frábært við Coen bræður. Fargo er ein ofmetnasta mynd sem ég hef séð, Miller's Crossing gat ég ekki einu sinn...