Þegar sýningar á The Dark Knight hófust í síðasta mánuði þá voru aðeins sérvaldir aðilar sem máttu líta augum á meistaraverkið. Þessir aðilar hafa keppst við að hrósa frammistöðu hins liðna Heath Ledger og tilnefnt hann nánast sjálfir til Óskarsverðlauna, en hann fer með hlutverk Jókersins í myndinni á eftirminnilegan hátt.
Nú eru hins vegar kvikmyndanjörðar erlendis farnir að skjóta niður þessar væntingar og fullyrðingar um óskarstal, með þeim rökum að þetta sé ekkert nema hype sem búið sé að byggja upp á internetinu. Þeir segja að The Dark Knight sé einmitt þannig mynd sem myndi aldrei fá Óskarsverðlaun – því ásamt því að vera ofurhetjumynd þá er hún rosalega dimm og hálfinnhverf ofaná allt.
„Allt þetta óskarstal á internetinu er eitthvað sem ég kýs að kalla óskhyggju, ef fólk segir þetta nógu oft þá fer það að trúa því. Ég er þó alls ekki að segja að þetta sé ekki möguleiki, Heath Ledger stendur sig hreint ótrúlega vel í þessari mynd. Ég get þó lofað þér því að fólkið sem styður það að Ledger fái óskarinn eru hvorki kjósendur til verðlaunanna né áhrifavaldar í Hollywood.“ sagði Leonard Maltin gagnrýnandi Entertainment Tonight.
Margir vísa til þess að James Dean hafi fengið tilnefningu tvisvar eftir dauða sinn en tapað í bæði skiptin. Spencer Tracy var einnig neitað um óskarsverðlauna eftir dauða sinn, en hins vegar fékk meðleikkona hans Óskarinn fyrir hlutverk sitt í Guess who’s coming to dinner.
Mitt álit:
Það er klárt mál að Heath Ledger mun fá óskarstilnefningu, en hvort hann fái verðlaunin er hins vegar allt önnur saga. Áhorf á óskarsverðlaunahátíðina hefur farið dalandi síðustu ár, og þá sérstaklega hjá ungu kynslóðinni. Strax eftir að síðustu hátíð lauk voru menn að tala um að stokka upp í hlutunum, og þetta virðist kjörið tækifæri til þess að ná til þessarar internet-kynslóðar, þ.e. með því að gefa Ledger óskarstilnefningu.

