Óvenjuleg leikjaverðlaun 2011

Enn eitt árið er komið að enda og hafa leikir ársins verið frekar góðir, ef ég á að segja sjálfur. Við fengum gullmola eins og Portal 2, Skyrim , Batman AC og L.A Noire. En ég get eiginlega ekki staðist það að skrifa aðeins um eftirminnanlegustu atriði ársins. Það er að segja telja upp hluti eins og „Besti nýi karakterinn“ eða „Óvart hallærislegasta atvik ársins,“ og önnur asnaleg verðlaun sem ég vel byggt á mjög persónulegri skoðun. Þannig að ef þið eruð ósammála um val mitt þá megið þið bara segja ykkar eigin skoðun í athugasemdum, þar sem ég efast ekki um að margir verða frekar ósammála þessum fáranlegu verðlaunum sem ég ætla að gefa ýmsum leikjum. Ekki búast við hlutum eins og „besti leikur“ eða „besta grafík.“ Þessi pistill verður meira bara ég að tjá mig um hluti sem ég ætti eflaust ekki að tjá mig um. Þannig að byrjum þetta.

Mesta „OH SH*T!!“ atriði ársins

Uncharted 3 – Atriði : Titanic 2

Ha? Flugvél? Ég sé ekki neitt...

Þetta var án efa svakalegasta sem gerðist á þessu ári í tölvuleikjum. Eiffel turninn féll í MW3? Pff! Cole McGrath bjargaði billjón manns? Pfff! D. Rose bjargaði leiknum á móti L.A Lakers með 24 sek eftir? PFFF!!! Drake að sleppa úr sökkvandi skipi var svaðalegt! Ekki toppaði þetta bara allt sem gerðist í Uncharted 2 heldur fylltist skipið af vatni nánast í real-time. Of lengi að drepa þessa gaura? Dauður! Af eitthveri ástæðu pumpaði hjartað á mér hraðar og hraðar þegar ég reyndi að sleppa. Þetta var bara adrenalín fyllt atriði. Skipið var að sökkva! SÖKKVA! Leikurinn fór þarna í 5. Gír og fór eiginlega aldrei úr honum eftir það. Titanic 2 var byrjunin á enda leiksins og varð hvert atriði eftir öðru hasarfyllt og svakalegt.

Runner-Up : Mortal Kombat – Atriði : Flest öll finishers

Það getur nú engin sagt að hann hafi ekki spilað nýjasta Mortal Kombat án þess að hafa misst kjálkann yfir eitthvað af þessum finishers sem hægt er að gera. Þeir kalla upp mjög mörg viðbrögð,og ef þú ert að spila hann með nokkrum félögum þá verður eflaust mikið hlegið. Þeir hafa ekki verið svona fáranlega grófir í langan, langan tíma. Hvað var ekki frábært við að sjá Johnny Cage rífa búkinn af löppunum á andstæðingnum? Ekki bara það heldur fengum við að sjá finisherinn hans Joker (úr MK VS DC) í almennilegum blóðugum gæðum. Það var nóg af fjölbreyttum, grófum og ógeðslegum finishers í þessu MK eintaki.

Besti nýji karakterinn

Nettur gaur

Portal 2 – Wheatley

Stephen Merchant er alveg frábært í þessu hlutverki og nær án efa að gera þetta nú þegar fyndna handrit ennþá fyndnara með sjarmanum sínum. Fyrir þá sem ekki vita þá er Stephen Merchant maðurinn á bakvið þætti eins og The Office og Idiot Abroad (með Ricky Gervais auðvitað – þeir félagar gera allt saman). Wheatley nær að heilla þig alveg frá fyrstu stundu, þegar hann reynir að hjálpa þér að sleppa. En hann fylgir þér í gegnum fyrstu kafla leiksins þangað til að óheppilegir hlutir gerast. En eitt eftirminnalegasta atriði leiksins er án efa þegar hann óvart vekur hana Glados aftur eftir langa dvöl (sem btw. er líka frekar mikið oh sh*t atriði). En á meðan að Glados er meira með kaldhæðnislegan „ég ætla að drepa þig“ húmor, þá er Wheatley með miklu mannlegri og klaufalegri húmor. Hann er bara lítið vélmenni sem reynir að gera réttu hlutina.

Runner-Up : Batman Arkham City – The Mad Hatter

Jebb, hann kom kannski mjög stutt en hann átti eitt öflugasta atriði ársins. Þetta psycho sýru tripp sem átti sér stað

þarna var frábært, á marga mismunandi hætti. Já ok! Hann er ekkert endilega nýr! Hann er reyndar alveg hræðilega gamall, en þetta er mín skoðun! Skrifaðu þinn eigin pistil…hélt ekki. Mad Hatter og atriði hans stendur bara svo rosalegu upp úr sem eitt besta atriði Arkham City að hálfa væri nóg. Þessi súrealiska útgáfa af teboðinu er eitthvað sem næsti leikstjóri Alice In Wonderland ætti að taka til fyrirmyndar. Reyndar var þetta fullkomin útgáfa til að hafa í Tim Burton mynd, en allir vita að sú mynd var alveg hræðilega litrík og eiginlega mjög léleg.

Karakterinn sem átti að vera cool en varð eiginlega fáranlegur

L.A Noire – Cole Phelps

Vá! Ég veit ekkert hvað ég á að gera!

Ég veit að ég er ekki sá eini sem hló alveg fáranlega mikið að þessum gaur. Þegar hann yfirheyrði saklaust fólk átti hann til að missa sig og öskra, en svo tala óeðlilega rólega í næstu setningu. Besta sem ég heyrði þennan mann segja var „I know you’re lying, Jack…“ (svo gerði hann svona andlit eins og þú gerir við lítið barn sem neitar að hafa tekið kökuna). Svo var samspil hans og liðfélaga hans ennþá betra. Cole átti svo skuggalega auðvelt með mannleg samskipti þrátt fyrir það að vera með tvískiptan persónuleika. Það er engin sem nær að hoppa svona fljótt á milli það að vera reiður og glaður. Cole var endalaus uppspretta af gleði og ánægju fyrir þá sem voru að spila, en það var eflaust ekki það sem framleiðendurnir ætluðu sér.

Runner-Up : Infamous 2 – Cole Mcgrath (þessi sem var breyttur)

Þetta fáranlega útlit sem Cole átti að hafa fengið var, tja, fáranlegt. Þá er ég ekki að meina útlitið sem hann er með í Infamous 2 heldur það sem var gefið út þarna á tímabili. Þar sem Cole var orðin yngri og með meira hár á kollinum. Ekki bara það heldur var röddini hans líka breytt til hins verra. Það er eins og Cole átti að hafa yngst meira og meira eftir sprengjuna, við vitum nú öll að það endar bara með ósköpum (Benjamin Button). Netheimar loguðu og kvartanir bárust nær endalaust. Á endanum var hárið rakað og greyið raddleikarinn fékk uppsagnarbréf og risastóran starfslokasamning (samt ekki, hann saug).

Vonbrigði, svo mikil vonbrigði….

Duke Nukem : Forever

Honum datt ekkert í hug.

Ég kláraði hann ekki. Hann var hræðilegur á alla nánast alla vegu, og það er dálítið skemmtilegt fyrir leik sem var 14-15 ár í framleiðslu. Það eru margir búnir að snerta á framleiðslunni í gegnum þessi ár og var eiginlega engin viss um hvort að hann kæmi eða ekki. 3D Realms dóu við það að framleiða þessa klessu. Duke hefði átt að deyja með þeim. Forever var eins og ’90s leikur sem barðist svo ógeðslega mikið við að vera jafn cool og Call of Duty og Battlefield. Ekki einu sinni grafíkin náði að standa fyrir sínu. Mestu vonbrigði ársins.

Runner-Up : Dead Island

Trailerinn bræddi hjörtu okkar með ánægjulegri fjölskylduferð, en braut okkur svo niður á sömu stundu. Bæði spennandi og viðkvæmt á sama tíma. Leikurinn varð vonbrigði. Ekki búa til svona svakalegan trailer þegar leikurinn er ekki nálægt því að vera líkur honum. Það er í fyrsta lagi ekkert viðkvæmt eða bræðandi við hann, fyrir utan alla þessa fjölmörgu galla. Ef leikurinn hefði virkað, þá kannski hefði þetta verið allt í lagi.

Leikurinn sem lét mig vilja brjóta fjarstýringuna og henda sjónvarpinu út um gluggann

Dead Rising 2

Þetta er trúðurinn úr IT

Jesús eini almáttugur, þessi ógeðslega ógeðslegi leikur! Hann var langt frá því að vera lélegur en guð minn eini hvað hann var ógeðslega pirrandi. Það var gaman að hakka niður uppvakninga hægri vinstri, en þegar að endakarlarnir (sem eru btw. mennskir) drepa þig á óeðlilegum hraða þá verður leikurinn alveg fáranlega pirrandi. Fyrir utan það að þeir virðast bara vera ódrepandi super-humans. Allir mennirnir í leiknum eru hulk, en ekki þú! Þú ert bara fo**ing aumingi, sem deyrð! AFTUR OG AFTUR! Kláraði aldrei leikinn, ég var of nálægt því að rífa hann úr tækinu og brjóta hann.

Runner-Up : Call of Duty Modern Warfare 3

HA? Afhverju dó ég en ekki hann! Ég var búinn að skjóta hann miklu meira! FUCK! Predator missile-ið fór akkurat í mig! AFHVERJU MIG!!! Ó jej, týpískt, komin fucking þyrla í loftið.. Þetta er búið, ég er dauður, aftur…aftur…aftur. FUCK! HATA ÞENNAN LEIK! HATA HANN! Úúú ég drap einhvern, mig gengur vel, þetta er orðið gaman aftur.

Klikkaðasti leikurinn

Saints Row 3

You should see my other car

Þessi er alveg fáranlega skemmtilegur og out of control. Langar þig að breyta öllu Saints liðinu þínu í gimpa? Ekkert mál. Hlaupa nakinn um göturnar? Jebb! Taka þyrlu, fara ótrúlega hátt, hoppa út, opna fallhlífina svona 10 metrum fyrir ofan jörðina og halda svo áfram eins og ekkert hafi gerst? Það er hægt. Þú getur líka labbað um og sparkað fólk í punginn. Eða svindlað á tryggingum og látið helling af bílum keyra á þig. Í heildina er Saints Row 3 klikkaður pakki sem gerir ekki annað en að skemmta þér.

Runner-Up : Marvel VS Capcom 3

Án efa brjálaðasti bardagaleikur ársins. Það er svo mikið í gangi á skjánum að flogaveikir vilja helst halda sér lengst í burtu á meðan að leikurinn er í gangi. Allar litasprengjurnar og hröðu hreyfingarnar líta alveg frábærlega út þegar þær eru í gangi en gætu truflað þá sem eru með veikan huga eða ADHD. MVC3 var líka frábær bardagaleikur, SFIV vélin er gerð aðeins notendavænni og smellvirkar hún þessvegna. SFIV er auðvitað allt of flókinn, nema þú viljir eyða 100 tímum í hann. Nei, setningin „hard to master, easy to learn“ er mesta rugl sem ég veit um! SFIV er bara „hard to master and hard to learn.“ Þú spilar þennan leik ekki án þess að láta lúskra á þér óeðlilega oft. Í MVC3 hinsvegar getur hver sem er tekið upp fjarstýringuna og bundið saman nokkur skemmtileg combo, sem er ómögulegt í SFIV. Leikurinn er óeðlilega hraður og skemmtilegur. Einn sá klikkaðasti.

Peningasvindl ársins

Capcom

Hæ Capcom, ég er einn af þeim sem actually versluðu Marvel VS Capcom 3. Jebb, ég er gagnrýnandi og verslaði samt leikinn ykkar. Ég meina hann kostaði í kringum 8000 krónur og var alveg þess virði. Ég reyndar alla stóru bardagaleikina sem komu 2011. Ég fékk smá kast og vildi bara spila bardagaleiki. MVC3 var frábær og eini gallinn var bara hversu lítið var af valmöguleikum til að spila leikinn á, en það reddaðist alveg. Það sem ég skil hinsvegar ekki er afhverju í andskotanum gáfuð þið út hálfkláraða vöru? Þið sögðuð þetta sjálfir! Tsunami-ið átti víst að hafa stöðvað ykkur frá því að búa til leikinn sem þið ætluðuð upprunalega að gefa út, en í staðin fyrir að fresta leiknum og segja að Tsunami hafi stöðvað ykkur (sem er fullkomlega ásættanlegt, það sem gerðist var hræðilegt) þá ákváðuð þið bara að gefa hann út. Síðan núna gefið þið út Ultimate MVC3 og segið að það sé leikurinn sem þið ætluðuð alltaf að gefa út frá upphafi! JESÚS CAPCOM! HVAÐ MEÐ AÐ LÁTA MANN VITA? Fáranlegt! Síðan auðvitað gáfuð þið alltaf reglulega út DLC fyrir þennan ókláraða leik, bara svo við gætum eytt ennþá meiri pening í hann. Þið eruð þroskaheftir.

Runner-Up : Capcom

Hæ Capcom, ég er einn af þeim sam actually versluðu Super Street Fighter IV : Arcade Edition. Jebb, MVC3 lét mig vilja kaupa SFIV aftur bara svona til að reyna verða góður í honum. Þessi útgáfa var nýkomin út þrátt fyrir það að Super Streef Fighter IV átti að hafa verið alveg yndislega frábær útgáfa af leiknum og var engin ástæða fyrir því að gefa þessa út. Það sem var ennþá verra var að þessi útgáfa var alveg hræðilega léleg. Í staðin fyrir að halda karakterunum jöfnum eins og þeir voru í SSFIV þá ákváðuð þið að gera þá ójafna og láta leikinn verða óspilanlegan á netinu. Allir leika auðvitað þá karaktera sem eru bara einfaldlega betri en hinir. En nei nei, þið ákváðuð þá bara að tilkynna það að uppfærsla væri á leiðinni fyrir leikinn sem myndi bera nafnið Super Street Fighter IV : Arcade Edition 2012 Edition. Hún er reyndar frí. En það breytir því ekki að þið gáfuð út 2 gallaða leiki á þessu ári! 2!!! Capcom, þið eruð þroskaheftir.

Þá er komið að lok pistilsins. Vona að þið hafið notið þess að lesa þessi óvenjulegu verðlaun sem ég er að veita leikjum ársins 2011. Ég get klárlega skrifað um fleiri ef þið getið komið með hugmyndir um eitthver jafn fáranleg verðlaun. Eitthvað sem er ekki klassískt eins og „besta grafík“ heldur meira eins og „Furðulegasta atriði“ og eitthvað í þá áttina. Ef að titillinn er nógu góður þá lofa ég því að skrifa um hann í framhaldi.