Páll
Óskar Hjálmtýsson söngvari á vafalaust landsins stærsta safn af Super 8mm
spólum og mun hann sýna úrval af klassískum Kung Fu myndum frá áttunda
áratugnum á borð við Fists of the Double K (1973) með Jackie Chan, leikstjóri John Wood (8 mín), The Hong Kong Connection (1979), leikstjóri Chia Yung Liu (8
mín), Godfathers of Hong Kong (1974), leikstjóri Shu Mei Chin (8 mín), Thunder
Kick (1973), leikstjóri Wing-Cho Yip (8 mín) og hina gullfallegu Enter the
Dragon (1973) með Bruce Lee (60 mín) á RIFF í kvöl.
Sýningin
fer fram í Bæjarbíói í Hafnafirði kl. 21 fimmtudaginn 2. október. Pylsa og gos
er innifalið í miðaverði og fríar sætaferðir verða frá bókabúðinni Iðu í
Lækjargötu kl. 20.

