Þann 28. september nk. kemur Iron Man 2 út í Bandaríkjunum á DVD og Blu-Ray. Á diskinum verður ýmislegt hnýsilegt fyrir aðdáendur Iron Man og annarra Marvel karaktera en búið er að koma ýmsu spennandi fyrir í útgáfunni, þar á meðal spennandi Páskaeggjum ( e. Easter Eggs ), en fyrir þá sem ekki vita hvað það er, þá eru það hlutir sem eru vísivitandi faldir í myndum, bókum, tölvuleikjum, vefsíðum, osfrv.
Það sem vekur kannski mesta athygli er að búið er að koma fyrir „páskaeggi“ með Svarta Pardusnum ( e. Black Panther ), sem sést á myndinni sem fylgir fréttinni.
Favreau sagði í viðtali við vefmiðilinn Daily Blam, að á öllum S.H.I.E.L.D. skjám væru tilvísanir í Hulk og Captain America, en einnig í Black Panther, sem er stundum hluti af Avengers-teyminu, en hefur þó ekki verið staðfestur sem hluti af væntanlegri Avengers mynd.
Á skjánum sést kort af heiminum og þar eru sjö staðir merktir, en hver þeirra á við mismunandi Marvel hetjur.
Favreau segir m.a. um þetta í viðtalinu“….tveir af stöðunum vísa í The First Avenger: Captain America, einn á við Thor, og sá sem er í Afríku vísar til Black Panther.“
Áhugamenn um teiknimyndasögumyndir frá Marvel geta svo getið í eyðurnar og spáð í hvort að þetta þýði að Svarti pardusinn komi við sögu í Avengers myndinni.