Stórleikarinn Patrick Swayze hefur verið greindur með briskirtilskrabbamein. Hann er 55 ára gamall. Í kjölfar fréttarinnar hafa spunnist gróusögur um að hann sé dauðvona og eigi aðeins fáar vikur eftir til að lifa, en það er með öllu ósatt og almenningstengslafulltrúi hans sagði í dag að hann væri að bregðast vel við meðferðinni. Læknirinn hans tekur undir þau orð.
Þrátt fyrir þetta er briskrabbamein gríðarlega hættulegt og aðeins 5% ná að lifa lengur en 5 árum eftir að þeir hafa verið greindir.
Swayze er best þekktur fyrir hlutverk sín í Ghost og Dirty Dancing

