Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Ghost 1990

Fannst ekki á veitum á Íslandi

A love that will last forever.

128 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 52
/100
Whoopi Goldberg vann Óskarsverðlaun fyrir leik í aukahlutverki og myndin fékk einnig Óskar fyrir handrit. Tilnefnd til þriggja annarra Óskara, þar á meðal sem besta mynd.

Sam og Molly eru hamingjusamt par og mjög ástfangin. Á leið heim til sín eitt kvöldið, eftir að hafa farið í leikhús, þá mæta þau þjófi í dimmu húsasundi, og Sam er myrtur. Hann uppgötvar að hann er nú orðinn draugur, og uppgötvar að hann var ekki drepinn af neinni tilviljun. Hann þarf að vara Molly við hættunni sem hún er nú í. En sem draugur þá... Lesa meira

Sam og Molly eru hamingjusamt par og mjög ástfangin. Á leið heim til sín eitt kvöldið, eftir að hafa farið í leikhús, þá mæta þau þjófi í dimmu húsasundi, og Sam er myrtur. Hann uppgötvar að hann er nú orðinn draugur, og uppgötvar að hann var ekki drepinn af neinni tilviljun. Hann þarf að vara Molly við hættunni sem hún er nú í. En sem draugur þá getur enginn lifandi vera heyrt í honum né séð hann. Þessvegna bregður hann á það ráð að reyna að ná sambandi við Molly í gegnum miðilinn Oda Mae Brown, sem vissi ekki sjálf að hún hefði alvöru miðilshæfileika. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Ghost er frekar skemmtileg mynd sem ég hafði mjög gaman af og ég var ekki í neinum vafa með að gefa henni stjörnur. Hún er eiginlega vel leikinn og handritið er vel skrifað. Myndinn er hinsvegar leikstýrt af honum Jerry Zucker,en hann gerði hina fínu gamanmynd rat race. Aðalleikararnir voru fræg á sínum tíma en hafa dottið í B-hlutverk eins Patric Swayze sem stóð sig mjög vel í þessari mynd og sömuleiðis Demi Moore sem var að leika fyrsta sinn í myndinni Charlies angles full throtle í fimm ár. Enn hinsvegar hefur Whoopi Goldberg haldið sínu striki og er ekki á niðurleið. Myndinn fjallar um það tvö hjón að nafni Sam Weath(Patric) og Molly Jensen(Demie). Einn dag þegar þau labba saman úti ræðst einn maður á Sam og drepur hann. Molly nær að flýja. Hann Sam verður draugur og vill komast aftur sem venjulegur maður. Ein svindlspákona að nafni Oda Mae Brown(Whoopie) er sú eina sem getur heyrt í honum og hann Sam vill fá hjálp hennar til að sjá hana aftur og nátturulega finna út hver drap hann. Þetta er fín mynd með fínum leikurum,það væri flott ef að hún væri tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta mynd því að þetta er góð mynd og er dramantík. Myndinn er rétt rúmlega yfir tvo tíma sem er ágætt enn hún var á passlegum tíma. Sumir segja að þetta sé sorglegasta mynd allra tíma,það er reyndar ekkert skrýtið því að hún er reyndar smá sorgleg. Þessi mynd er eiginlega góð og á fyllilega skilið þrjár stjörnur,án efa. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ghost er mjög góð mynd og hjartnæm á köflum. Ég hafði fyrst enga trú á henni en þegar að ég byrjaði gat ég ekki hætt. En ghost er um mann sem heitir Sam og konuna hans, Molly, sem lifa mjög góðu lífi þar til að Sam er skotinn...með byssu ekki eins og skotinn í annari stelpu! Oda Mae Brown er miðill sem sér ekki og getur heldur ekki talað við hina framliðnu helur er bara fake, eða það heldur hún þar til að Sam reynir að fá hana til að tala við konuna sína. Loks fellur hún á það og talar við knuna hans. Ég get eiginlega ekki mikið útskýrt meira...mjög góð mynd sem Demi Moore, Patrick Swayze og Whoopi Goldberg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er bara glettilega góð mynd með skemmtilegum söguþræði og nokkum góðum leik. Goldberg sýnir góðan leik enda mjög skemmtileg gamanleikkona. Annað sérstakt við þessa mynd er að í henni eru tveir leikarar sem voru á toppnum á þessum tíma en leiðin legið niður á við síðan. Demi Moore hefur lítið sýnt blessunun hin síðari ár og hefur lítið sést í tvö ár. Patrick Swayze hefur gjörsamlega horfið er í dag það sem kalla má fallandi stjarna, hann sést í stöku B-mynd orðið. En mæli með þessari mynd, það er líka mjög góð tónlist í henni....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn