Til þess að fíla First Knight, þá þarftu að kunna að sleppa sjálfum þér í klisjunni eða vera alveg sama um hana. Ég gat séð fyrir hverju einasta atriði sem átti sér stað í myndin...
First Knight (1995)
"Their greatest battle would be for her love."
Í myndinni er sögð hin epíska miðaldasaga um ástarþríhyrninginn í kastalanum Camelot, þeirra Artúrs konungs, riddarans Lancelot og lafði Guinevere.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
HræðslaSöguþráður
Í myndinni er sögð hin epíska miðaldasaga um ástarþríhyrninginn í kastalanum Camelot, þeirra Artúrs konungs, riddarans Lancelot og lafði Guinevere. Lancelot er hinn óttalausi stríðsmaður sem engum er bundinn og enga óvini á. Hann kemur til Camelot hvorki til að afla sér frægðar eða riddaratignar þótt hann öðlist hvoru tveggja, heldur til að vinna ástir einu konunnar sem hann getur ekki eignast, hinnar íðilfögru lafði Guinevere frá Leonesse. Hún hefur heitið því að giftast Artúr konungi, en það hefur hún ekki einungis gert í því skyni að fá heri hans til að vernda landareign sína, heldur vegna þess að hún ber ósvikinn ástarhug til konungsins vegna mildi hans og visku. Þegar hún býr sig undir að koma til Camelot sem hin nýja drottning hittir hún Lancelot fyrir tilviljun og við það vakna magnþrungnar tilfinningar í brjósti hennar. Í augum Artúrs er Guinevere tákn hinnar fullkomnu ástar og ástsællar drottningar konungsveldisins. Á sama hátt kemur hann til með að sjá í Lancelot heiður og hreysti hins sanna riddara. Hann fagnar þeim báðum af heilum hug þegar þau koma til Camelot og sér þá ekki fyrir hvernig þörf hans fyrir ósvikna ást og traust leggur grunninn að sviksemi við hann.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Gagnrýni notenda (2)
Hundléleg mynd. Fjallar um konu sem á að fara að giftast Arthúr konungi (Sean Connery sem er hundgamall) en á leiðinni til Artúhrs er ráðist á hana og henni er bjargað af Richard Gere. Au...

















