Náðu í appið
Rat Race

Rat Race (2001)

"563 miles. 9 people. $2 million. 1001 problems!"

1 klst 52 mín2001

Hópur milljarðamæringa undir forystu spilavítiseiganda frá Las Vegas leitar í sífellu að nýjum hlutum til að veðja á.

Rotten Tomatoes44%
Metacritic52
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Hópur milljarðamæringa undir forystu spilavítiseiganda frá Las Vegas leitar í sífellu að nýjum hlutum til að veðja á. Þeir ákveða að safna saman sex ólíkum aðilum til að keppa um 2 milljónir Bandaríkjadala sem eru faldar í skáp, og láta þá fara í kapphlaup frá Las Vegas til Silver City í Mexíkó. Sá sem er fyrstur til að komast alla leið fær alla peningana. Fyrsta liðið samanstendur af tveimur bræðrum, Duane og Blaine sem talar furðulega af því að hann er nýbúinn að fá sér gat í tunguna. Þegar þeir missa af flugvél þá áætla þeir að eyðileggja flugturn á flugvelli, með spaugilegum afleiðingum. Þá lenda þeir í keppni í lofbelg og þar kemur við sögu belja sem þeir krækja í, sem síðan leiðir þá í ofurjeppa keppni. Annað liðið er fráskilin móðir sem hefur hitt dóttur sína á nýjan leik, en er að reyna að stofna fyrirtæki. Þær hitta klikkaða konu sem selur íkorna og stela eldflaugabíl sem er að reyna að slá hraðamet á landi. NFL dómari, sem allir hata, er strandaður í eyðimörk og stelur rútu sem er full af Lucille Ball eftirhermum á leið á ráðstefnu. Gyðingafjölskyldufaðir á ferðalagi með fjölskylduna tekur þátt í keppninni án þess að segja fjölskyldunni frá. Þegar dóttir hans krefst þess að stoppað verði á Barbie safninu, þá áttar hann sig ekki á að um er að ræða safn um nasistann Klaus Barbie, en ekki dúkkuna Barbie. Þau flýja út úr safninu á bíl Adolfs Hitlers sem endar með því að þau lenda á samkomu fyrrum hermanna úr seinni heimsstyrjöldinni. Svefnsjúkur Ítali fær far með sjúkrabílsstjóra, sem er að fara með hjarta til hjartaígræðslu. Hjartað endar með að fljúga út úr bílnum og þeir tveir verða að endurheimta það úr hundskjafti. Lokakeppandinn er lögfræðingur sem í fyrstu vill ekki taka þátt í keppninni en endurskoðar það þegar hann hittir fallega og klára konu sem flýgur þyrlu til Nýju Mexíkó. Hann áttar sig fljótlega á því að hún er ekki í jafnvægi þegar hún fer að eltast við fyrrum kærasta sinn á þyrlunni og ræðst á hann þar sem hann er í heitum potti með núverandi kærustu.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Fireworks PicturesCA
Paramount PicturesUS
Alphaville FilmsUS
Zucker ProductionsUS

Gagnrýni notenda (18)

Aftur og Aftur!!!!

★★★★★

 Svei mér þá ég fæ bara aldrei leið á þessari mynd eins asnalega og það kann að hljóma. Myndin er með þetta fullkomna kjánahúmor í bland við skemmtilegar fléttur. Það þarf n...

★★★★☆

Hress og nokkuð skemmtileg gamanmynd um ríkan sérvitring(John Cleese) sem kemur af stað keppni á milli nokkurra einstaklinga um hvert þeirra verður fyrst að ná í tvær milljónir dollara eft...

Rat Race er réttnefni á þessa mynd, ekki vegna þess að hún er léleg, heldur útaf megin atburðarrás hennar. Það er bara einn leikari sem að á hér topp leik miðað við svona mynd. Það...

Fyndin mynd með snilldarleikurum. Myndin fjallar um fólk sem fer í kapphlaup sem ríkur auðkýfingur (John Cleese,Monty Python and the holy grail) heldur en hann sem vinnur fær tvær milljónir b...

Það er langt síðan maður hefur séð skemmtilega grínmynd með skemmtilgum leikurum og skemmtilegu plotti. Þarna er blandað saman gömlu All star liði og svo ungum og efnilegu grínliði. Fre...

Þetta er frábær grínnmynd ein af örfáum myndum sem mér finnst standa undirþeima orðum fyndnasta mynd ársins þessi mynd er um hóp fólks sem er boðið að taka þátt í kapphaupi um að f...

Drepfyndin, hef aldrei séð svona fyndna tilviljana mynd allt gerðist á sama tíma og allir náðu í mark á sama tíma það er góð lexía í henn i þótt ég myndi aldrei vilja fylgja henni. ...

Hin fyndnasta mynd frá manninum sem gerði Airplane, TopSecret og Austin Powers. Mynd sem fjallar um hóp sem keppir um að vera fyrstur til marks í harkalegri keppni um tvær miljónir. Mr Bean var...

Þessi mynd var ekki það sem maður bjóst við. Ég bjóst við mikilli skemmtun og miklu gríni frá upphafi til enda. Ég hló mig reyndar máttlausan við að sjá Jon Lovitz en hann er alveg ma...

Erfitt að búast ekki við meiru

★★★☆☆

Rat Race er fín gamanmynd sem hefði átt að vera algjör snilld! Það er langt síðan ég hef vitað um eina mynd sem lofaði eins góðu frá byrjun; Hugmyndin er geysilega flippuð og með eins...

Drepfyndin. Rat Race var mun fyndnari mynd en ég bjóst við, Rowan Atkinsson( Mr Bean, það þekkja hann allir örugglega) var fyndnastur sem ítalinn og John Lovits( fjölskyldumaðurinn) var lík...

Jerry Zucker er loksins búinn að snúa sér aftur að því sem hann gerir best: Heilalausum gamanmyndum. Snillingurinn að baki Airplane! og Naked Gun-myndunum ruglaðist aðeins í ríminu um mið...

Mér fannst myndin virkilega skemmtileg. Ég fór á hana þar sem ég sá trailerinn (hló helling af honum). Myndin sjálf er fín fyrir alla fjölskylduna, skartar fínum leikurum og útkoman er sl...

Rat Race er drep fyndin mynd ef þið viljið hlæja farið á þessa. Hún fjallar um Forríkanmann sem velur 6 fólk til að fara í keppni til Mexiko og sá sem verður firstur fær tvær milljóni...