Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Top Secret! 1984

Fannst ekki á veitum á Íslandi

From the makers of the original Airplane!

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Í þessari mynd þá eru Zucker og Abrams að skopstæla aðallega Elvis Presley myndir og myndir um Seinni heimsstyrjöldina. Nick Rivers er myndarlegur bandarískur rokksöngvari í stíl 6. áratugs síðustu aldar. Þegar hann er að syngja á tónleikum í Austur Þýskalandi þá verður hann ástfanginn af fallegri kvenhetju, Hillary Flammond, og blandast inn í frönsku... Lesa meira

Í þessari mynd þá eru Zucker og Abrams að skopstæla aðallega Elvis Presley myndir og myndir um Seinni heimsstyrjöldina. Nick Rivers er myndarlegur bandarískur rokksöngvari í stíl 6. áratugs síðustu aldar. Þegar hann er að syngja á tónleikum í Austur Þýskalandi þá verður hann ástfanginn af fallegri kvenhetju, Hillary Flammond, og blandast inn í frönsku andspyrnuhreyfinguna. Rivers og Flammond verða nú að finna föður hennar til að reyna að koma í veg fyrir að hann geti búið til ofur vopn, sem þekkt er undir nafninu "the Polaris Mine". ... minna

Aðalleikarar


Ég held bara að þetta sé lang besta dellumynd sem ég hef séð.

Maður liggur í krampa út alla myndina.


Myndin er með Val Kilmer í aðalhlutverki, og leikur hann táningastjörnuna Nick Rivers sem er fenginn til að skemmta í þýskalandi. Hér rekur hver brandarinn annan í mynd um njósnir, ást, stríðsrekstur og síðast en ekki síðst um flottustu rokkstjörnu bandaríkjana.


Frábær mynd sem enginn ætti að láta framm hjá sér fara. Ég öfunda þann sem hefur ekki séð þessa mynd, þ.e.a.s. því að hann á eftir að upplifa eitthvað stórkostlegt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Án nokkurs vafa besta mynd David og Abrahams en þeir hafa staðið á baki við myndir eins Naked Gun og Hot shots. EN þessir toppar þær. 100% heimskulegur húmor. Yndisleg mynd algjör skylda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er nýbúin að sjá þetta meistaraverk gætti horft á hanna þúsundsinnum samt mindi ég ekki fá leið á henni þetta er fyndnasta mynd sem búin hefur verið til. Mér finnst hún vera nokkuð lík hot shots mindunum sem eru líka góðar. Algjör snild væri til í að eiga hana en það er erfitt að fá hana hún er svo gömul.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg ágætis mynd. Val Kilmer var þarna ungur og óreyndur í upphafi ferils síns. Fjörug mynd og ánægjuleg, góður húmor og skopstælingin á nasistum kemur líka vel út. Söguþráðurinn og fléttan heldur manni við efnið. Þetta er þó ekki eins mikið meistaraverk og flestir vilja meina en haldi maður upp á Val Kilmer eins og undirritaður gerir þá má skemmta sér þokkalega yfir Top secret.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stutt og laggott, ein besta gamanmynd sem ég hef séð, ég ligg í krampa alltaf þegar ég sé hana. Þessi mynd er í sama flokki og Monty Python myndirnar þó húmorinn sé vissulega allt öðru vísi. Þessi húmor er sami og í Airplane og Naked Gun og að ég best veit er þessi mynd frumkvöðull í þessari tegund húmors. Val Kilmer er pottþéttur í myndinni þar sem hann leikur Bandaríska rokkgoðið sem fer í tónleikaferð til Austur-Þýskalands á dögum kalda stríðsins, en mitt uppáhaldsatriði eru Þýsku íþróttakonurnar og að sjálfsögðu bókasafnsatriðið en það atriði er erfitt að toppa. Verst þykir mér hvað maður á orðið erfitt með að nálgast þessa mynd, vona að hún verði endurútgefin fljótlega aftur og þá mun ég kaupa hana, ekki spurning. Fjórar stjörnur, því ef það voru einhverjir gallar á þessari mynd, þá tók ég ekki eftir því, afþví ég ligg alltaf í krampa á stofugólfinu þegar ég horfi á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn