Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

BASEketball 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. mars 1999

Two guys invented a game... and turned the sports world upside down!

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics
The Movies database einkunn 38
/100

Tveir aular frá Milwaukee, Coop og Remer, finna upp nýjan leik, körfubolta sem spilaður er með hafnaboltareglum. Þegar leikurinn slær í gegn, þá, með hjálp milljarðamærings, stofna þeir atvinnu-Hafnakörfuboltadeild þar sem allir fá sömu laun og ekkert lið má skipta um borg. Lið þeirra Coop og Remer, the Milwaukee Beers, er eina liðið sem stendur í vegi... Lesa meira

Tveir aular frá Milwaukee, Coop og Remer, finna upp nýjan leik, körfubolta sem spilaður er með hafnaboltareglum. Þegar leikurinn slær í gegn, þá, með hjálp milljarðamærings, stofna þeir atvinnu-Hafnakörfuboltadeild þar sem allir fá sömu laun og ekkert lið má skipta um borg. Lið þeirra Coop og Remer, the Milwaukee Beers, er eina liðið sem stendur í vegi fyrir stórum breytingum á reglum leiksins sem eigandi Dallas Felons vill gera. ... minna

Aðalleikarar


Trey Parker og Matt Stone eru snillingar. South Park eru brill og það er magnað að þeir ná að halda þeim ferskum enn þann dag í dag. Trey Parker er sá sem verið að leikstýra mestu af því sem þeir hafa gert, þ.e. 112 South Part þættir, South Park myndin, Orgazmo og Team America: World Police. Í þessari mynd eru þeir hinsvegar bara leikarar. Leikstjórinn er enginn annar en David “Airplane” Zucker.

Þessi mynd er mjög silly og mjög í anda Zucker. Parker og Stone finna upp leik sem er samsetning af hafnar- og körfubolta. Leikurinn er næstum eins og ASNI en það má trufla (psych out) með öllum hugsanlegum brögðum. Ef maður þolir svona silly myndir þá er þessi snilld. Stundum var ég samt alveg....þessi mynd er of stupid. Góð aþreyings samt.

Það var best þegar ríki gaurinn var með alvöru Kareem Abdul Jabbar í safninu sínu. Hann sat bara á stól...hí hí. “I see something I want, I get it”.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er alveg þvílíkt góð grínmynd með sjálfum höfundum South Park í aðalhlutverkum. Myndin fær mann til að leggjast niður og gráta úr hlátri.Ég keypti mér hana einhverntíma og er búinn að horfa á hana yfir 20 sinnum og ég er ekki að ýkja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hmmm ég sé mikið af fýluköllum hjá þessari mynd fyrir, verð samt að segja að ég skemmti mér mjög vel á þessari mynd þegar ég fór á hana '98, og get enn þann dag í dag hlegið af þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ótrúlega fyndin mynd full af frægum og góðum leikurum. Joe Cooper dreymir um að vera stór íþróttastjarna þegar hann verður stór en ekki varð allt eins og hann dreymdi um. Íþróttir í Bandaríkjunum voru að deyja út þegar Joe Cooper og Doug Remer eru bestu vinir á botninum á þjóðfélaginu þegar þeir finna upp á nýjum leik upp úr þurru kallaðan Baseketball n og innan 6 ára verður einn mesta íþróttagrein í Bandaríkjunum. Mjög gaman er að sjá Matt Stone og Trey Parker í almennilegri mynd sem bregst manni ekki í 100 mínútur. Dian Bachar sem leikur Squek Scolari eða Little Bitch lék með gaurunum í Orgazmo þar sem Trey Parker lék aukahlutverk sem myndatökumann. Þau sem koma við í myndinni eru Ernest Borgnine, Robert Vaughn, Yasmine Bleeth, Jenny McCarthy og talar Charlton Heston inn á fyrstu 2 mínúturnar. Leikstjórinn er enginn anar en David Zucker einn Arplaine kallinn. Ekki missa af þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi grínmynd er alveg sorglega leiðileg og illa gerð! Myndin er um tvo hálfvita sem finna upp á nýrri íþrótt hafnakörfubolta. Ég mæli ekki með þessari mynd hún er alveg HRÆÐILEG!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn