Fyndnasta mynd heims
Þessi mynd er fyndnasta mynd sem ég hef séð. Svo einfallt er það. Skrifuð og leikstýrð af snillingunum Zucker, Abraham Zucker (Airplane, Hot Shots myndirnar). Með þeirra einstaka húmor ger...
"The Villain. Even Mother Teresa wanted him dead."
Myndin er endurgerð á ýmsum sketsum úr upprunalegu Police Squad gamanþáttunum.
Bönnuð innan 6 ára
OfbeldiMyndin er endurgerð á ýmsum sketsum úr upprunalegu Police Squad gamanþáttunum. Myndin er grínmynd í stíl við Airplane myndina, en hér er í aðalhlutverkinu hinn vanhæfi lögreglumaður Drebin, sem vill alltaf ná vonda gæjanum. Hér ægir saman alls kyns fyndnum hlutum, og menn verða að hafa sig alla við til að ná þeim öllum í fyrsta áhorfi. Sagan gengur út á að Elísabet Englandsdrottning II er væntanleg til borgarinnar, og Vincent Ludwig ætlar sér að ráða hana af dögum með því að nota heilaþveginn hafnaboltaleikmann. Frank Drebin er klaufalegur rannsóknarlögreglumaður sem starfar í sérstakri deild innan lögreglunnar í Los Angeles, Police Squad. Frank kemur heim frá Beirút í Líbanon þar sem hann var í sumarfríi, þegar félagi hans í löggunni og besti vinur, rannsóknarlögreglumaðurinn Nordberg er skotinn í miðri leynilegri aðgerð. Rannsóknir Frank á morðtilræðinu á Nordberg leiða til þess að hann fer að gruna athafnamanninn virta Vincent Ludwig um verknaðinn og uppgötvar að Ludwig ætlar að heilaþvo hafnaboltaleikmann með hugarstjórnunartæki, og myrða Englandsdrottningu sem er væntanleg í heimsókn til Los Angeles í Bandaríkjaferð sinni.
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráÞessi mynd er fyndnasta mynd sem ég hef séð. Svo einfallt er það. Skrifuð og leikstýrð af snillingunum Zucker, Abraham Zucker (Airplane, Hot Shots myndirnar). Með þeirra einstaka húmor ger...
Naked Gun er virkilega fyndin og ótrúlega steikt mynd sem að allir unnendur góðra gamanmynda ættu að vera búnir að sjá. Og er ég alveg á því að þessi er með bestu grínmyndum sem Lesl...
Naked Gun(eitt) er búinn að vera í uppáhaldi hjá mér. Hún er fyndinn og getur verið smá svona spennó en hún er upprunulega bara góð klassík löggugrínmynd.Leslie Nielsen að leika skemm...
Húmorinn er hrein snilld og Nielsen er bara einn fyndnasti leikari nútímans, en rosalega var endirinn klaufalega skrifaður og söguþráðurinn var líka klikkað þar. En samt frábær skemmtun....
