Óskarsverðlaunaleikarinn Paul Scofield er látinn 86 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan í myndum eins og A Man for All Seasons og Quiz Show.
Scofield var einn af frægari sviðsleikurum Breta og var einn sá besti á því sviði. Í seinni tíð eyddi hann meiri tíma í leikhúsinu heldur en á hvíta tjaldinu. Hann fékk óskarsverðlaun fyrir leik sinn í A Man for All Seasons. Richard Burton sagði eitt sinn: „Af 10 bestu atriðum sem ég hef séð í leikhúsi, þá á Scofield 8 þeirra.“
Scofield bjó nánast alla sína ævi í suðurhluta Englands, þar sem hann fæddist og var ekki beint venjuleg stjarna. Hann flýtti sér alltaf heim úr vinnunni til að hitta konu sína og börn. Honum var boðinn sá heiður að vera titlaður „Sir“, rétt eins og t.d. Sir Alex Ferguson en neitaði því og sagði „Þetta er ekki eitthvað sem ég sækist eftir. Ef maður vill einhverskonar titil, hvað er að Mr.?“
Hann skilur eftir sig eiginkonu og uppkomin börn.

