Mynd sem fjallar um eitt mesta spilasvindl í sjónvarpi, þar sem stjórnendurinr gefa fram svörin til ákveðins keppanda, og til að gera allt raunverulegt eins og maður viti ekki svarið er klef...
Quiz Show (1994)
"Fifty million people watched, but no one saw a thing."
Árið 1958, þegar spurningaþættir í sjónvarpi nutu mikilla vinsælda, þá var Charles Van Doren nær ósigrandi í sjónvarpsþættinum Twenty-One.
Öllum leyfð
BlótsyrðiSöguþráður
Árið 1958, þegar spurningaþættir í sjónvarpi nutu mikilla vinsælda, þá var Charles Van Doren nær ósigrandi í sjónvarpsþættinum Twenty-One. Hann var þjóðþekktur og kom á forsíðum blaða eins og Time og Life. Hann var sannkölluð alþýðuhetja. Vikum saman safnaðist fólk saman fyrir framan sjónvarpið til að horfa á Van Doren, vinsælan enskukennara við Columbia háskólann úr einni þekktustu bókmenntafjölskyldu landsins, svara spurningu eftir spurningu réttri. Persónutöfrar hans hjálpuðu til við að láta 50 milljón manns trúa á hann. En sannleikurinn var sá, að það var verið að plata áhorfendur sem sáu aðeins það sem sjónvarpsstöðin vildi að þeir sæju. En svo skyndilega var þetta stoppað. Þegar annar óánægður keppandi, Herbie STempel, sagði að keppnin væri svindl, þá fór rannsóknarmaður þingsins, Richard Goodwin á stúfana og afhjúpaði blekkinguna, sem varð til að fólk um öll Bandaríkin fékk áfall.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur



Gagnrýni notenda (3)
Stórfengleg og meistaralega gerð mynd eftir SÖNNUM atburðum. Árið 1958 voru alls konar spurningaleikir langvinsælasta efnið í bandarísku sjónvarpi. Þar kepptu menn um verulegar fjárhæð...























