Kvikmyndaleikarinn Ron Perlman, sem lék Hellboy í tveimur myndum sem gerðar hafa verið um ofurhetjuna, segist í samtali við Reuters fréttasstofuna vera til í að gera þriðju myndina, þó hann viti ekki hvort að leikstjóri fyrri myndanna, Guillermo del Toro, verði með. Del Toro hafi þó hugsað myndirnar í upphafi sem þríleik. „
Spurning: „Hverjir eru möguleikarnir á því að Hellboy lll verði gerð?
Svar: „Ég held að hann ( del Toro ) sé á leið í aðra átt, þannig að ef það á að gera aðra mynd, þá er ég ekki viss um hver hans aðkoma yrði. Ég væri meira en til í að gera þriðju myndina. Hann yrði að vera með að einhverju leyti, af því að hann hugsaði þetta alltaf sem þríleik…. Eins og Guillirmo hugsaði lokakaflann var hann stórfenglegur, og ef að þriðja myndin verður aldrei gerð, þá er það óheppilegt því það átti alltaf að verða mikilfenglegur lokakafli, og það væri frábært að gera hann.“
Spurning: „Heldurðu að del Toro gæti snúist hugur og ákveðið að gera myndina?“
Svar: „Það er aldrei að vita, lífið er fullt af óvæntum atvikum.“