Plaköt fyrir myndina Á annan veg

Kvikmyndir.is frumsýnir hérna tvö glæný plaköt fyrir íslensku myndina Á annan veg, sem frumsýnd verður nú í september. Um er að ræða dramamynd með kómísku ívafi sem segir frá tveimur ungum mönnum sem starfa við vegavinnu á afskekktum fjallvegum á 9. áratugnum. Þeir handmála merkingar á malbik og reka niður tréstikur í vegkanta og hafa ekkert nema hvorn annan og tilbreytingalausa vinnuna – sem væri kannski allt í lagi ef þeim líkaði betur hvor við annan. En eftir að lífið tekur óvænta stefnu læra þeir að meta félagsskap hvors annars og þróa með sér vináttu – enda báðir á krossgötum í lífinu.

Í helstu hlutverkum eru þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Hilmar Guðjónsson og Þorsteinn Bachmann. Hafsteinn leikstýrir myndinni eftir eigin handriti og sögu eftir sig og Svein Ólaf. Myndin er framleidd af Mystery Ísland og Flickbook Films.

Hérna getið þið séð bæði plakötin: