Þarf viðkomandi að vera „jólabarn“ til að kunna að meta góða jólamynd?
Þá ekki síst þegar grein jólatengdra bíómynda er svona víður, tíður og gjarnan furðulegur [til dæmis ef marka má Hallmark-færibandið].
Þegar desember er hafinn er það venja ófárra að skella nýjum og sígildum myndum í gang, til að peppa jólaandann og vera almennt í takt við tíðarandann. Allir eiga þó sitt eigið litla safn af titlum sem rata árlega ef ekki reglulega á skjáinn.
Drengirnir í Poppkúltúr grandskoða þennan undarlega stóra undirflokk kvikmynda, telja upp sínar uppáhalds, fáein rotin eintök og Sigurjón sviptir hulunni af hugrakkri áskorun sem hann tók í þágu góðrar rannsóknarvinnu.