Af hverju eru það alltaf framleiðendur sem fá á baukinn þegar útkoma stórmynda fer í rugl? Hvaða þekktu kvikmyndaframleiðendur eru annars ábyrgir fyrir nokkrum stærstu klúðrum Hollywood-tískubóla?
Hver er annars ímynd fólks á hinum hefðbundna bíóframleiðanda og hvert er einu sinni hlutverk slíks? Vissir þú að aðalframleiðandi Venom, Elektra og Bratz væri sami maðurinn?
Sigurjón og Tómas skoða þessa vikuna sögur alræmdustu tilfella þegar umdeildir framleiðendur kvikmyndavera komu sér rakleiðis í sögubækurnar – af kolröngum ástæðum – og einnig sigursögur framleiðenda með sitt á hreinu, gott mannorð og ofar öllu hvers vegna – og með hvaða aðferðafræði?