Strákarnir í Poppkúltúr skoða hvað einkennir góða upplifun á hryllingsmynd og algengustu mynstur fólks sem elskar bregðumyndir. Jafnframt segir Sigurjón frá því þegar ein hrollvekja sat í honum vikum saman og hélt honum andvaka eitt skiptið. Hvenær og hvernig er best að njóta verka sem eiga að hræða úr þér vitið? Einhvers staðar liggur mælikvarði á væntingum til stemningar og martraðarfóðurs.
Þá fer umræðan að skiptast yfir í íslenska kvikmyndagerð, aðsókn íslenskra bíómynda, lélegt aðgengi margra þeirra og hvort sé sniðugt að gera mynd í fullri lengd um villinunnur.