Ítalski píparinn frá Nintendo er með þekktari fígúrum veraldar. Frá upprunalegri sköpun var alltaf tímaspursmál um hvenær hún myndi rata á bíótjaldið – og í hvernig búningi.
Aðeins nokkrum vikum áður en Júragarðurinn sigraði heiminn rötuðu Maríóbræður í kvikmyndahús og þá við lítinn hvell. Afraksturinn þótti jafnvel vera nægilegt slys til að lengi neituðu Nintendo að koma honum aftur í kvikmyndaform… þangað til á næsta ári.
En þó, þrátt fyrir slæmar viðtökur og óskiljanlegar ákvarðanir á bak við framleiðsluna, leynist í SUPER MARIO BROS. (1993) einhver snar(eðlu)furðulegur kúltúrs-gimsteinn með merka sögu að baki.
Segið hvað þið viljið um þessa svokölluðu tölvuleikjamynd; hún er mikill brautryðjandi í þeirri brand-bólu að taka ‘gritty reboot’ nálgunina á frægt, peppandi vörumerki.
Drengirnir í Poppkúltúr setja á sig verkfærabeltin og meta skaðann. Er þetta költ eða kex? Og hvers vegna eru þeir ekki bræður??