Á morgun verður gefinn út fyrsti þáttur hlaðvarpsins Poppkúltúr sem framvegis verður fastur liður á vefnum.
Þátturinn verður gefinn út vikulega, bæði á Kvikmyndir.is og helstu hlaðvarpsveitum, m.a. Apple og Spotify. Í hverjum þætti eru stóru málin rædd úr sjónrænum heimi poppmenningar, þátta, kvikmynda og skemmtibransans eins og hann leggur sig. Það eru Tómas Valgeirsson og Sigurjón Ingi Hilmarsson, stofnendur Fésbókarhópsins Bíófíklar, sem stýra þættinum og munu taka á móti þekktum gestum af og til.
Hver þáttur mun snúast í kringum eina lykilspurningu, en á komandi dagskrá verður meðal annars kafað út í eftirfarandi málefni; Á hverju eru streymisveiturnar að klikka og hvernig stendur á því að Disney+, sem var loks orðið löglegt og aðgengilegt á Íslandi, er strax fremst í þessu kapphlaupi? Ætti Star Wars að heyra sögunni til? Hvað með kvikmyndahúsin? Ríkir spenna á milli listafólks og gagnrýnenda?
Fylgist með.