Portman gengur í svörtu

Star Wars lukkudýrið Natalie Portman er um það bil að fara að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Bride Wore Black (en þess má geta að mynd eftir Francois Truffaut frá 1967 ber sama nafn en myndirnar eru að öðru leyti ekki skyldar ). Fjallar myndin um unga stúlku sem er skilin eftir við altarið í brúðkaupi sínu og deyr skömmu síðar. Hún snýr síðan aftur framliðin, til þess að eyðileggja brúðkaupið hjá ungu pari sem er að fara að gifta sig. Myndinni hefur verið lýst sem einhvers konar samblandi af My Best Friends Wedding og Beetlejuice, hversu góð blanda það nú er.