Síðan að kvikmyndin Josie and the Pussycats floppaði í miðasölunni hefur leikkonunni Rachael Leigh Cook gengið illa að fá hlutverk. Nú hefur hún hins vegar landað tveimur hlutverkum í litlum, óháðum myndum. Hún mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Bookies, ásamt Lucas Haas og Johnny Galecki. Fjallar sú mynd um hóp háskólakrakka sem stofna eigin veðmangaraþjónustu sem gengur svo vel að mafían ákveður að losa sig við þau og þá samkeppni sem þau standa fyrir. Um leið og hún hefur lokið við leik sinn í þeirri mynd mun hún leika á móti Kip Perdue í myndinni American Crime. Munu þau tvö leika tvo fréttamenn á lítilli sjónvarpsstöð sem óvart verða grunuð um morð og reyna að sanna sakleysi sitt í sameiningu.

