Randy Quaid meinað um landvist í Kanada

Bandaríska kvikmyndaleikaranum Randy Quaid, sem margir þekkja úr myndinni Christmas Vacation, og eiginkonu hans Evi, hefur verið meinað að setjast að í Kanada til langframa, en þar hafa þau haldið sig síðustu tvö ár.

Hjónin, sem telja að líf þeirra sé í hættu í Bandaríkjunum, hafa áfrýjað ákvörðun útlendingastofnunar Kanada.

„Skipulagðir glæpir og fórnarlömb þeirra er alvarlegt mál, og er ekki hægt að blása í burt [ ….]“ sagði parið í áfrýjun sinni sem CBC News fréttastöðin komst yfir í síðustu viku.

„Beiðnin um að taka við Randy og Eve sem flóttamönnum ætti að haldast óbreytt og höfuð þeirra eiga sömuleiðis að fá að vera á sínum stað, og það er einlæg trú þeirra að líf þeirra sé í hættu og þau séu fórnarlömb fjárglæframanna,“ sagði í yfirlýsingunni.

Vandi hjónanna hófst árið 2010 þegar Randy og Evi voru handtekin fyrir að valda tjóni upp á 5.000 Bandaríkjadali á húsi sem þau leigðu. Parið lýsti sig saklaust, en vandinn minnkaði ekki þegar þau mættu ekki í réttarsal eftir að hafa greitt tryggingafé.

Parið birtist síðan næst í Vancouver í Kanada og lýsti því yfir að þau gætu ekki farið aftur til Bandaríkjanna af því að þar væri þeim hótað lífláti.