Randy Quaid hefur ósjaldan leikið snarbilaðar persónur, þar má nefna persónuna Eddie í National Lampoons Vacation myndunum og klikkuðu fyllibyttuna í ID4. En samkvæmt fregnum er Randy Quaid og konan hans mjög litríkt par einnig.
Á föstudaginn síðastliðinn voru þau handtekin fyrir rán, svindl og samsæri. Þeim var síðar sleppt eftir að hafa borgað 20.000 dollara tryggingu hvert, þ.e.a.s. eftir að fógeti bæjarins hafði keyrt hjónakornin út í hraðbanka til að þau gætu tekið út peninginn. Þetta gerðist allt saman í smábænum Marfa, Texas, en hótelstjórinn á San Ysidro Ranch heldur því fram að þau hafi ekki greitt reikningana sína og skuldi þúsundir dollara.
Svo virðist að eiginkona Quaid hafi ekki farið streitualust en það þurfti að handjárna hana eftir smá glímu við lögreglumennina.
Fyrir neðan má sjá „mug-shots“ af hjónunum.


