Sænska leikkonan Noomi Rapace, sem sló í gegn í myndinni Karlar sem hata konur, hefur verið ráðin í myndina Animal Rescue, en þar mun hún leika á móti Tom Hardy úr Lawless og The Dark Knight Rises og fleiri myndum. Það er Variety kvikmyndablaðið sem greinir frá þessu.
Myndin er gerð eftir smásögu úr smásagnasafninu Boston Noir og fjallar um fyrrum barþjón sem er að reyna að lifa eðlilegu lífi, en líf hans breytist mikið þegar hann tekur að sér flækings-bolabít.
Fljótlega hefur snarvitlaust eigandi hundsins samband og maðurinn flækist inn í háskalegt rán sem fer úr böndunum.
Rapace mun leika Nadia, aðalkvenhlutverkið, sem er með ör yfir allan hálsinn. Búist er við að tökur hefjist í vor.
Rapace verður næst hægt að sjá í bíómynd í myndinni Dead Man Down eftir Niels Arden Oplev. Sú mynd verður frumsýnd 8. mars nk. í Bandaríkjunum.