Tilnefningar til Razzie-verðlaunanna voru opinberaðar í dag, en verðlaunin eru veitt árlega fyrir verstu bíómyndirnar og einnig verstu leikurunum. Sigurvegarar Razzie-verðlaunanna verða svo tilkynntir degi fyrir afhendingu Óskarsverðlaunanna, eða laugardaginn 3. mars næstkomandi.
Kvikmyndirnar Transformers XVII: The Last Knight, Fifty Shades Darker og The Mummy eru meðal þeirra sem eru tilefndar sem versta kvikmynd ársins. Auk þess fá leikstjórar myndanna, þeir Michael Bay, James Foley og Alex Kurtzman, einnig tilnefningar í þeirra flokki.
Margar stórstjörnur eru tilnefndar að þessu sinni og má þar nefna Jennifer Lawrence og Tom Cruise sem eru tilnefnd fyrir versta leik í kvikmynd. Lawrence þótti standa sig vægast sagt illa að mati dómnefndarinnar í kvikmyndinni Mother! eftir Darren Aronofsky. Cruise fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Mummy sem gagnrýnendur hökkuðu í sig á síðasta ári.
Athygli vekur að tekjuhæsti leikari síðasta árs, Mark Wahlberg, er tilnefndur sem versti leikari ársins fyrir tvær kvikmyndir, Daddy’s Home 2 og Transformers XVII: The Last Knight. Leikarinn þykir því mjög sigurstranglegur til þess að hreppa Gullna hindberið að þessu sinni.
Hér að neðan má sjá helstu tilnefningarnar.
Versta kvikmynd
Baywatch
The Emoji Movie
Fifty Shades Darker
The Mummy
Transformers XVII: The Last Knight
Versta leikkona
Katherine Heigl / Unforgettable
Dakota Johnson / Fifty Shades Darker
Jennifer Lawrence / Mother!
Tyler Perry / BOO! 2: A Medea Halloween
Emma Watson / The Circle
Versti leikari
Tom Cruise / The Mummy
Johnny Depp / Pirates of The Caribbean XIII: Dead Men Tell No Tales
Jamie Dornan / Fifty Shades Darker
Zac Efron / Baywatch
Mark Wahlberg / Daddy’s Home 2 & Transformers XVII: The Last Knight
Versta leikkona í aukahlutverki
Kim Basinger / Fifty Shades Darker
Sofia Boutella / The Mummy
Laura Haddock / Transformers XVII: Last Knight
Goldie Hawn / Snatched
Susan Sarandon / A Bad Moms Christmas
Versti leikari í aukahlutverki
Javier Bardem / Mother! & Pirates of The Caribbean: Dead Men Tell No Tales
Russell Crowe / The Mummy
Josh Duhamel / Transformers XVII: Last Knight
Mel Gibson / Daddy’s Home 2
Anthony Hopkins / Collide & Transformers XVII: Last Knight
Versti leikstjóri
Darren Aronofsky / Mother!
Michael Bay / Transformers XVII: Last Knight
James Foley / Fifty Shades Darker
Alex Kurtzman / The Mummy
Anthony (Tony) Leonidis / The Emoji Movie
Versta handrit að kvikmynd
Baywatch
The Emoji Movie
Fifty Shades Darker
The Mummy
Transformers XVII: The Last Knight
Versta framhald eða endurgerð
Baywatch
BOO 2: A Medea Halloween
Fifty Shades Darker
The Mummy
Transformers XVII: Last Knight