Keanu Reeves hefur verið beðinn um að koma fram í endurgerð brimbrettaspennumyndarinnar Point Break frá árinu 1991, en hann lék aðalhlutverkið í myndinni ásamt Patrick Swayze.
Reeves er þó ekki ginnkeyptur fyrir hugmyndinni: „Alls ekki,“ er svar leikarans. „Þetta er ekki minn staður að vera á.“
Lengi hefur staðið til að endurgera myndina, en það var árið 2011 sem Alcon Entertainment tilkynnti að verkefnið væri komið í gang.
Framleiðandinn Alan Kosov hefur lýst verkefninu sem ekki „hreinni og beinni endurgerð“. „Myndin mun nýta sér hluti úr upprunalegu myndinni, og þetta verður ekki bara um brimbrettamennsku, það koma aðrar jaðaríþróttir við sögu, en brimbrettasvig, er mjög mikilvægt fyrir söguna,“ sagði Kosov.
Söguþráður upprunalegu myndarinnar er á þessa leið: Í strandbænum Los Angeles framkvæmir hópur bankaræningja sem kallar sig Fyrrverandi – forsetar, glæpi með grímur af fyrrum forsetum Bandaríkjanna á sér, svo sem Reagan, Carter, Nixon og Johnson. Alríkislögreglan FBI telur að meðlimir glæpaflokksins gætu verið brimbrettamenn og senda hinn unga lögreglufulltrúa Johnny Utah í dulargervi á ströndina til að blanda geði við brimbrettamennina og safna upplýsingum. Utah hittir brimbrettakappann Bodhi og laðast að lífsstíl hans.
Stiklan er hér fyrir neðan: